Aðgangsstýring mikilvæg

Kristófer Oliversson, Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center-hótela, segir gistináttaskatt ekki leysa …
Kristófer Oliversson, Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center-hótela, segir gistináttaskatt ekki leysa vandann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center-hótela, segist hissa á ummælum Lilju Alfreðsdóttur ferðamálaráðherra um að til standi að mæta áskorunum vegna skemmtiferðaskipa með því að útvíkka gistináttaskatt þannig að hann nái yfir þau, frekar en að grípa til aðgangsstýringar.

Gistináttaskatturinn sé aðeins 5% af þeim sköttum og gjöldum sem hótelin greiði til hins opinbera. Hann geri því lítið til að jafna leikinn og bæta upp fyrir samfélagsleg áhrif skipanna.

„Þess vegna brá mér svolítið“

„Ef það á að reyna að stýra eitthvað umferð af þessum skipum, og við eigum yfir höfuð að hafa eitthvað upp úr þeim annað en troðningstúrisma, þá þarf að gera meira en þetta og aðgangsstýring eins og ýmis lönd eru farin að beita er einnig mikilvæg í þeim efnum,“ segir hann.

Kristófer situr í einum af sjö starfshópum ráðherra sem vinna að nýrri aðgerðaáætlun fyrir ferðaþjónustuna og finnst honum ráðherra vera kominn fram úr vinnu hópsins.

„Efst á blaði þar er gjaldtaka og álagsstýring,“ segir Kristófer og heldur áfram: „Þess vegna brá mér svolítið við að lesa að það liggi núna fyrir að ekki standi til að bíða eftir niðurstöðum hópsins, heldur leggja gistináttaskatt á að nýju um áramót, og að ekki sé vilji stjórnvalda til að koma á fót aðgangsstýringu gagnvart hótelskipum.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert