Lögreglan á Suðurnesjum handtók fjóra í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Einnig voru nokkrir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.
Sá sem hraðast ók reyndist vera á 217 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Var hann handtekinn og sviptur ökuréttindum. Á hann von á ákæru fyrir þetta athæfi sitt.
Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Í færslu lögreglunnar á Facebook biður hún ökumenn um að fara varlega í umferðinni.
„Við viljum biðja ökumenn um að fara varlega og taka tillit til annarra í umferðinni. Það að aka undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða langt umfram hámarkshraða er gríðarlega hættulegur „leikur" fyrir alla sem eru í umferðinni, ekki bara þann sem er að brjóta reglurnar heldur alla vegfarendur,“ segir í færslu lögreglunnar.
Tugir ökumann voru stoppaðir á næturvaktinni hjá okkur og voru langflestir með allt sitt á hreinu, framvísuðu gildum...
Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Föstudagur, 15. september 2023