Býður Kjötborgarbræðrum í kaffi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill Kjötborgarbræður í kaffi til að …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill Kjötborgarbræður í kaffi til að finna lausnir fyrir þá og aðra rekstraraðila vegna hækkunar bílastæðagjalda og stækkunar gjaldsvæðis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að það sé hárrétt ábending að skynsamlegt geti verið að finna lausnir fyrir rekstraraðila sem falla undir nærþjónustu, vegna hækkunar bílastæðagjalda og stækkunar gjaldsvæðis, því stefna borgarinnar sé að efla nærþjónustu.

Tilefnið er óánægja bræðranna í Kjötborg með hið nýja fyrirkomulag.

Kveðst vilja fara yfir málin

Segir Dagur í færslu á Facebook að hækkun bílastæðagjalda og stækkun gjaldsvæðis sé til komin vegna meðal annars mikillar fjölgunar bílaleigubíla og langtímageymslu á bílum í íbúðahverfum nálægt miðborginni.

Segir hann að komið sé á móts við íbúa með íbúakortum og að einhverjar fyrirmyndir séu til að lausnum fyrir rekstraraðila í erlendum borgum sem borgin geti skoðað.

Dagir segist í færslu sinni vilja bjóða þeim bræðrum í kaffi og fara yfir málin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka