Hitamet falla á Tenerife

Mælir við apótek á Tenerife sýndi í dag 43 gráður …
Mælir við apótek á Tenerife sýndi í dag 43 gráður sem þýðir að opinber mæling gæti verið um og yfir 40 gráður. Mbl.is/sisi

Hitabylgja gengur enn yfir Kanaríeyjar og hitamet hafa fallið. Um 40 stiga hiti hefur mælst á opinberum mælum og ekki dæmi um slíkan hita áður í októbermánuði. Hafa mælar á götum úti sýnt allt að 43 gráður, eins og á Tenerife í dag.

Þúsundir Íslendinga eru á Gran Canaria og Tenerife í sínu sólarfríi og fá því vel að kenna á hitanum. Alfreð Alfreðsson, sem hefur verið búsettur á Tenerife í bráðum fimm ár, segist aldrei hafa upplifað annað eins, sérstaklega á þessum árstíma þegar oftast sé þægilegur 20-25 gráðu hiti. Síðustu daga hafi hitinn á nóttinni verið óbærilegur, eða 28-30 gráður.

„Þetta er allt með miklum ólíkindum, það er eins og að labba á vegg þegar maður kemur út,“ segir Alfreð í samtali við mbl.is.

Nánar er fjallað um hitann á Tenerife í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert