Söfnuðu 147 milljónum fyrir Grensásdeild

Í símaveri Vodafone kappkostaði fólk að safna áheitum. Hér má …
Í símaveri Vodafone kappkostaði fólk að safna áheitum. Hér má sjá Guðmund Pálsson og Harald Þorleifsson taka við símtölum. Ljósmynd/Aðsend

Samtals söfnuðust 147 milljónir saman í söfnunarþætti fyrir Grensásdeild. Þátturinn var sýndur í beinni útsendingu á RÚV á föstudaginn var. Í honum komu fram fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga deildarinnar.

Forseti Íslands lagði hönd á plóg.
Forseti Íslands lagði hönd á plóg. Ljósmynd/Aðsend

Staðið var að fjáröfluninni til þess að fjármagna kaup á tækjum í nýtt húsnæði Grensásdeildar, sem er endurhæfingardeild Landspítalans. Deildin sér um endurhæfingu fólks sem hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum vegna slysa eða sjúkdóma. 

Haft er eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdarstjóra Vodafone, í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að taka þátt í svona mikilvægu verkefni. „Einstök samstaða og gleði var þetta kvöld þar sem landsmenn lögðust svo sannarlega á eitt í að safna ríkulega fyrir tækjum fyrir Grensás.“

Haft er eftir framkvæmdarstjóra Vodafone að einstök samstaða og gleði …
Haft er eftir framkvæmdarstjóra Vodafone að einstök samstaða og gleði hafi verið þetta kvöld. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert