Aðgerðaleysi harðlega gagnrýnt

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er til húsa við Háleitisbraut 1.
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er til húsa við Háleitisbraut 1. mbl.is/Árni Sæberg

„Við hljótum að fagna því að þjónustuþegunum sé nóg boðið þegar þeir frétta af enn frekari niðurskurði,“ segir Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Vísar hann til yfirlýsingar 13 félagasamtaka og stofnana sem gagnrýna harðlega það sem þau segja að sé aðgerðaleysi heilbrigðisráðuneytisins gagnvart Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.

Búið við stöðugan niðurskurð

„Allt frá hruni hefur þessi stofnun aldrei fengið til baka það sem var skorið niður þá og búið við stöðugan niðurskurð undanfarin ár,“ segir Kristján.

Heilbrigðisráðuneytið hafi haft uppi yfirlýsingar um að það myndi útvega nýtt húsnæði og fjármagn fyrir starfsemina. Árið 2015 hafi stofnunin til að mynda verið sett í svokallaðan forgang. „Síðan hefur ekkert gerst.“

Þessar 200 milljónir sem okkur eru veittar á fjárlögum næsta árs, þær duga ekki fyrir launakostnaði eftir að við höfum þurft að skera niður stöðugildi undanfarin ár,“ segir hann. „Þá er allur annar rekstur eftir. Staðan er grafalvarleg,“ segir Kristján.

Kristján segir Ísland mikinn eftirbát allra annarra Evrópuþjóða í þjónustu við heyrnarskert fólk. „Það er til skammar.“

Hann lýsir loks þakklæti sínu til félagasamtakanna. „Ég átti ekki von á þessu og fagna stuðningi við góðan málstað.“

Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.
Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Dæmi sem gengur ekki upp

„Börn og ungmenni eru í forgangi en þau þurfa samt að bíða,“ segir Halla B. Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar, landssamtaka heyrnarskertra.

Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar, landssamtaka heyrnarskertra.
Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar, landssamtaka heyrnarskertra. mbl.is/Sigurgeir S

Hún segir þjóðina vera að eldast og þeim fjölgi sem heyra illa. „Þetta fólk þarf þjónustu til þess að geta verið virkt í starfi, leik og samskiptum og öllu því sem tilheyrir. Þetta dæmi gengur bara ekki upp. Heyrnar- og talmeinastöðin er lögbundin til að þjónusta þá sem hafa alvarlegustu heyrnarskerðinguna,“ segir Halla.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert