Gagnrýna aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins

HTÍ sinna heyrnarmælingum, greiningum, meðferð á heyrnar og talmeinum.
HTÍ sinna heyrnarmælingum, greiningum, meðferð á heyrnar og talmeinum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

13 félagssamtök og stofnanir gagnrýna harðlega það aðgerðarleysi sem ríkir af hálfu heilbrigðisráðuneytis gagnvart Heyrnar- og talmeinastöð Íslands fær til þess að sinna þeim lögbundnu skyldum og verkefnum sem tengjast þjónustu stofnunarinnar. 

Í sameiginlegri tilkynningu frá félögum og stofnunum kemur fram að stofnunin sé sú eina sem starfar samkvæmt lögum um þjónustu við heyrnarskerta og beri meðal annars að sinna heyrnarmælingum, greiningum, meðferð á heyrnar og talmeinum. HTÍ sinnir einnig meðferð og íhlutun til barna sem fæðast með skarð í góm og/eða vör.

Krefjast aukins fjármagns

„Síðastliðin ár hefur HTÍ reynt að standast þær kröfur sem gerðar eru til stofnunarinnar samkvæmt lögum en komið er að þolmörkum. Miðað við núverandi fjárlög, húsakost, skort á faglærðum heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum, aðstæðum til rannsókna og framþróunar er ljóst að brotið er á réttindum skjólstæðinga undirritaðra hagsmunaaðila til þess að sækja sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu.“ 

Krefjast neðangreind félög og stofnanir þess að ákalli stofnunarinnar verði svarað og aukið fé lagt í starfsemina.

Heyrnarhjálp

ÖBÍ réttindasamtök

Félag Heyrnalausra

Breið bros

Foreldra- og styrktarfélag heyrnadaufra

Málefli

Landsamband eldri borgara

Hlíðaskóli

Sólborg

Félag íslenskra háls-, nef-, og eyrnalækna

Félag heyrnafræðinga

Félag talmeinafræðinga á Íslandi 

Umhyggja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert