Rafmagn fór af Egilsstöðum og þrjár línur úti

Ísing á rafmagnslínum hefur valdið vandræðum síðustu daga.
Ísing á rafmagnslínum hefur valdið vandræðum síðustu daga. Ljósmynd/Landsnet

Rafmagn fór af Egilsstöðum í um hálfa klukkustund á ellefta tímanum í kvöld. Rafnmagnsbilun varð út frá aðveitustöðinni á Eyvindará.

Þrjár rafmagnslínur eru úti vegna ísingar á Norður- og Austurlandi. Fljótdalslína 2 og Hólasandslína 3 verða úti til morguns að minnsta kosti. Unnið er að viðgerð á Kröfulínu 1 og er vonast til að hún komi í rekstur í kvöld eða nótt. 

Þetta kemur fram í tilkynningum á vef Landsnet. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert