Skjálftahrina við Svartsengi

Svartsengi sveipað rökkurhúmi. Undir niðri krauma kraftar og ógna þeirri …
Svartsengi sveipað rökkurhúmi. Undir niðri krauma kraftar og ógna þeirri virkjun sem annars hefur beislað þá í áratugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkuð ör hrina smáskjálfta hófst í grennd við Svartsengi um miðnætti.

Hrinan stendur enn yfir.

Ef marka má bráðabirgðamælingar á skjálftariti Veðurstofunnar hefur jafn ör hrina ekki mælst í að minnsta kosti tvo sólarhringa.

Undir norðanverðum Sundhnúk

Stærsti skjálftinn til þessa var 3 að stærð samkvæmt yfirförnum mælingum Veðurstofu.

Upptök hans voru undir norðanverðum Sundhnúk, þar sem kvika hefur verið talin streyma upp af meira dýpi.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert