Íbúafundur fyrir Grindvíkinga á þriðjudag

Íbúafundurinn verður haldinn í anddyrinu á nýju Laugardalshöllinni.
Íbúafundurinn verður haldinn í anddyrinu á nýju Laugardalshöllinni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Á þriðjudag, 12. desember, verður haldinn íbúafundur fyrir Grindvíkinga í anddyrinu á nýju Laugardalshöllinni.

Þetta kemur fram í pistli Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkur, en fundurinn hefst klukkan 17 og gefst íbúum þá tækifæri til að bera fram spurningar. 

Í pistlinum dregur Fannar saman nokkra mikilvæga hluti fyrir íbúa, svo sem að íbúar mega eingöngu vera í Grindavík á milli klukkan 7 og 17 til að fara inn á heimili sín. Atvinnurekstur má vera í gangi til klukkan 21.

Þá segir að skólaskylda fyrir grunnskólabörn frá Grindavík mun taka aftur gildi 4. janúar 2024. „Þrátt fyrir að börnin séu nú á víð og dreif um landið er skólasókn grunnskólabarna frá Grindavík um 95%. Þar af sækir ríflega helmingur barnanna safnskóla Grunnskóla Grindavíkur sem er starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík,“ ritar Fannar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert