Tómas Guðbjartsson hjartalæknir er með illkynja æxli í ristli og mun bráðlega þurfa að gangast undir skurðaðgerð.
Frá þessu greinir hann á Facebook og minnir jafnframt á að hann sé búinn að vera í veikindaleyfi frá Landspítalanum síðan 8. janúar.
„Frá áramótum hef ég jafnframt verið í rannsóknum vegna æxlis í ristli sem við frekari rannsóknir reyndist illkynja. Því miður tókst ekki að fjarlægja það með minni aðgerð og mun ég því þurfa að gangast undir stærri skurðaðgerð bráðlega,“ segir í færslunni.
Fyrir vikið verður Tómas áfram í veikindaleyfi næstu mánuði, en hann þakkar veittan stuðning síðustu vikur.