Segir ekki hvað gert verður ef sigurvegarinn neitar

Stefán kveðst ekki vilja tjá sig um þá stöðu sem …
Stefán kveðst ekki vilja tjá sig um þá stöðu sem upp gæti komið. Samsett mynd

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri kveðst ekki vilja tjá sig um það, spurður til hvaða ráða verði gripið ef sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins ákveður að taka ekki þátt í Eurovision.

Ríkisútvarpið tók ákvörðun um að rjúfa tengsl milli Söngvakeppninnar og Eurovision í lok janúar.

Mikið þrýst á ríkisútvarpið

Ákvörðun um það hvort Íslendingar senda framlag til Svíþjóðar var um leið sögð verða tekin í samráði við þann sem stæði uppi sem sigurvegari í keppninni hér á landi.

Mikið hefur verið þrýst á opinbera hlutafélagið að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ef Ísrael verður með, í mótmælaskyni við framgöngu Ísraels á Gasa.

Söfnuðust 9.500 undirskriftir gegn þátttöku Íslands í desember og fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur einnig skilað inn eigin undirskriftalista.

Nánari umfjöllun á síðu 2 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert