Maður í sjálfheldu á Snæfellsnesi

Björgunarsveitin er á leiðinni á staðinn. Mynd úr safni.
Björgunarsveitin er á leiðinni á staðinn. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitin Lífsbjörg hefur verið kölluð út vegna manns sem er í sjálfheldu við Ytri-Tungu á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg eru björgunarsveitarmenn á leið á staðinn, vel búnir tækjum og tólum.

Maðurinn virðist vera á flæðiskeri staddur, að flætt hafi að í fjöru á staðnum og hann ekki gætt að sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert