Einar töfrar fram kirkjur í þrívídd

Einar Mikael með þá fyrstu, Patreksfjarðarkirkju.
Einar Mikael með þá fyrstu, Patreksfjarðarkirkju.

„Ég er í grunninn lærður húsasmiður en síðan gerðist ég töframaður. Mér fannst mig vanta nútímatöfrasprota til að taka hugvitið áfram og setja það í raunveruleikann, skapa eitthvað fallegt. Þess vegna fékk ég áhuga á þrívíddarprentun,“ segir Einar Mikael töframaður, sem nú hefur vart undan að taka við óskum um að gera líkön af kirkjum landsins með þrívíddarprentara.

Raufarhafnarkirkja.
Raufarhafnarkirkja.

Einar er búinn að gera líkön af 45 íslenskum kirkjum og í sumum tilvikum mörg eintök af sömu kirkjunni. Ævintýrið byrjaði fyrir rúmu einu ári þegar Einar var beðinn að gera eftirmynd af kirkjunni á Patreksfirði, en þar hefur Einar búið undanfarið, eða í Patreksborg í Bestubyggð eins og hann kýs að orða það svo skemmtilega.

Hallgrímskirkja.
Hallgrímskirkja.

Fór fljótt að vinda upp á sig

„Ég kann ekki að teikna í einhverju forriti og ákvað að láta vaða. Safnaði að mér myndum af Patreksfjarðarkirkju og byrjaði að prenta. Kirkjan heppnaðist bara nokkuð vel og eftir þetta fór málið að vinda upp á sig,“ segir Einar sem fór að fá óskir um að prenta fleiri kirkjur, eins og Landakirkju í Eyjum, Hallgrímskirkju o.fl. Snjóboltinn fór því af stað, sem fyrr segir er hann búinn að prenta út líkön af 45 mismunandi kirkjum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Akureyrarkirkja.
Akureyrarkirkja.
Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert