Vill nýja ríkisstjórn í kringum orkumálin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að Viðreisn hafi reynt að byggja brýr yfir til Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til þess að þoka málum áfram varðandi frekari orkuöflun í landinu. Við því hafi hins vegar ekki verið brugðist af flokkunum tveimur sem mynda ríkisstjórn ásamt VG.

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála. Bendir hún á að mikil kyrrstaða hafi ríkt málaflokknum lengi og að hana þurfi að rjúfa. Í spilaranum hér að ofan má sjá orðaskipti milli hennar og þáttarstjórnanda um þetta efni.

Er í viðtalinu er sömuleiðis gengið á Þorgerði Katrínu með þá spurningu hvort samstarf milli flokkanna í þessum efnum, í óþökk VG, fæli ekki í sér að núverandi ríkisstjórn myndi springa.

Viðtalið við Þorgerði Katrínu má sjá i heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert