Erlendur skíðamaður slasaður

Einn erlendur skíðamaður er slasaður á fæti.
Einn erlendur skíðamaður er slasaður á fæti. Ljósmynd/Landsbjörg

Fjórir erlendir skíðamenn voru á skíðum er snjóflóð féll í Þveráröxl í Fnjóskadal. Tilkynning barst um flóðið klukkan 15.38. Einn þeirra varð fyrir flóðinu og er slasaður á fæti.

Ekki er vitað til þess að önnur slys hafi orðið á fólki. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. 

„Miðað við þær upplýsingar sem sem nú liggja fyrir voru fjórir erlendir skíðamenn á ferð á þessum stað og mun einn þeirra hafa orðið fyrir flóðinu. Sá er slasaður á fæti. Ekki er vitað til þess að önnur slys hafi orðið á fólki,“ segir í tilkynningunni. 

Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á Akureyri og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Björg­un­ar­sveit­ir á Greni­vík, Ak­ur­eyri og aðrar sveit­ir á svæðinu hafa verið kallaðar út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert