Snjóflóð í Eyjafirði: Einn slasaður

Mynd af því þegar björgunarsveitin Súlur á Akureyri lagði af …
Mynd af því þegar björgunarsveitin Súlur á Akureyri lagði af stað í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Snjóflóð varð á fjórða tímanum í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Nokkrir einstaklingar lentu í snjóflóðinu, þó enginn sé grafinn undir því svo vitað sé. Að minnsta kosti einn er slasaður. 

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Hann segir að björgunarsveitir á Grenivík, Akureyri og aðrar sveitir á svæðinu hafi verið kallaðar út.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna snjóflóðsins. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Aðgerðir eru yfirstandandi. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert