Náðu að skila tónlistarfólkinu aftur suður

Stemningin var við völd á Ísafirði yfir páskahelgina.
Stemningin var við völd á Ísafirði yfir páskahelgina. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Vélin var akkúrat að fara með alla popparaflóruna sem kom fram,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, þegar blaðamaður slær á þráðinn.

„Við náðum að skila þeim aftur suður,“ segir Kristján kíminn og vísar til heitis tónlistarhátíðarinnar. Hann segist ekki geta fullyrt hvort allir gestirnir hafi komist aftur suður.

Einvala lið tónlistamanna steig á svið, þar á meðal Mugison.
Einvala lið tónlistamanna steig á svið, þar á meðal Mugison. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Veðrið hafði áhrif á færðina vestur um helgina. Flugvél, með tónlistarfólk frá Reykjavík á leið á hátíðina um borð, seinkaði um nokkra klukkutíma á laugardag en þrátt fyrir það og mikinn snjó segir Kristján hátíðina hafa lukkast vel.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu ´idag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert