„Katrín er góð í öllu sem hún gerir“

Svandís Svavarsdóttir við komuna á ríkisstjórnarfundinn nú síðdegis.
Svandís Svavarsdóttir við komuna á ríkisstjórnarfundinn nú síðdegis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta gerist bara þegar það gerist og kemur bara í ljós.“

Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við fjölmiðla eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag þegar hún var spurð út í mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. forsætisráðherra.

Ótímabært að ræða formennsku í flokknum

Hefur eitthvað verið rætt við þig um þann möguleika á að taka við formennsku í flokknum?

„Það er algjörlega ótímabært að svara því og við skulum bara sjá hvað setur.“

Hvernig litist þér á Katrínu sem forseta?

„Katrín er góð í öllu sem hún gerir.“

„Ég er í stuði“

Svandís var spurð hvað hafi komið fram á ríkisstjórnarfundinum.

„Það var bara eitt mál á dagskrá og það var verið að afgreiða breytingu á forsetaúrskurði til að setja mig aftur inn í matvælaráðuneytið,“ sagði Svandís við mbl.is.

Svandís sneri aftur til starfa í dag eftir nokkurra vikna veikindafrí. Spurð hvernig sé að vera komin aftur til starfa sagði hún: „Ég er í stuði.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert