Morgunblaðið og mbl.is bjóða til opinna umræðufunda ásamt fræknum forsetaframbjóðendum næstu vikurnar. Haldnir verða opnir umræðufundir í öllum landsfjórðungum fram til forsetakosninga.
Boðið verður til næsta fundar í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum næstkomandi mánudagskvöld, 6. maí, klukkan 19.30.
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður aðalgestur fundarins.
Blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson munu ræða við Höllu Hrund um framboð hennar til embættis forseta Íslands. Auk þess munu sérstakir álitsgjafar spá í spilin.
Að þessu sinni verður hlutverk álitsgjafa í höndum Stefáns Boga Sveinssonar héraðsskjalavarðar og Hrafndísar Báru Einarsdóttur hóteleiganda. Þá gefst gestum úr sal einnig tækifæri á að beina spurningum til frambjóðandans.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Félagsheimilið Valaskjálf á Egilsstöðum 6. maí kl. 19.30 - Halla Hrund Logadóttir
Hótel Selfoss á Selfossi 14. maí kl. 19.30 - Baldur Þórhallsson
Græni hatturinn á Akureyri 20. maí kl. 19.30 - Katrín Jakobsdóttir
Ekki missa af spennandi umræðu og frábærri stemningu í aðdraganda forsetakosninga. Allir eru hvattir til að mæta og taka upplýsta ákvörðun.