Bjarni í heimsókn í Malaví

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kemur aftur til Íslands á föstudag að …
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kemur aftur til Íslands á föstudag að öllu óbreyttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Malaví. Í ár fagna Ísland og Malaví 35 ára samstarfsafmæli. 

Þetta staðfestir Sighvatur Arnmundsson, samskiptastjóri forsætisráðuneytisins, í samtali við mbl.is. Sighvatur segir að Bjarni hafi lagt af stað um helgina og komi aftur til Íslands á föstudag.

Sendiráð Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, var opnað árið 2004 en áður hafði Þróunarsamvinnustofnun Íslands starfrækt þar umdæmisskrifstofu.

Upphafleg áhersla þróunarsamvinnu í Malaví var þróun fiskveiða- og vinnslu við Malavívatn en í dag er áhersla lögð á heilbrigðisþjónustu, menntun og vatns- og hreinlætismál, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert