Hraun rennur ekki í átt að Grindavík

Glóandi hraun spýst út úr sprungunni sem opnaðist fyrir tæpri …
Glóandi hraun spýst út úr sprungunni sem opnaðist fyrir tæpri klukkustund. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki þarf að fylla í skarðið á nýja varnargarðinum við Grindavík þar sem hraun rennur ekki til suðurs.

Þetta segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingatæknifræðingur hjá Verkís, í samtali við mbl.is.

Kvikugangurinn færist nær Grindavík

Verktakar og vinnuvélar voru komin í öruggt skjól áður en gos hófst rétt fyrir kl. 13 í dag. Varnargarðurinn var nánast fullreistur en í honum er eitt skarð sem verktakar hefðu getað rokið til og lokað ef nauðsyn krefst, en svo reyndist ekki.

„[Hraun] mun ekki renna til suðurs alla vega ekki eins og staðan er enn þá,“ segir Arnar.

Almannavarnir greindu frá því fyrir skömmu að kvikugangurinn færðist í átt að Grindavík. Hefur viðbragðsaðilum verið gert að rýma bæinn.

Hraunrennslið virðist aftur á móti stefna annað.

Fram að þessu höfðu 20 millj­ón­ir rúm­metr­ar af kviku safn­ast í kviku­geym­inn und­ir Svartsengi frá 16. mars, þegar síðasta gos hófst. Veður­stofa lýsti síðasta gosi loknu þann 9. maí og hef­ur kviku­söfn­un hald­ist stöðug síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert