Fangar á Sogni svitnuðu í athöfn með Tolla

Frá svitahofsathöfninni á Sogni.
Frá svitahofsathöfninni á Sogni. mbl.is/Árni Sæberg

Boðið var upp á svitahofsathöfn fyrir fanga á Sogni síðasta miðvikudag. Þorlákur Kristinsson, Tolli, segir að slík athöfn hafi einnig farið fram á Kvíabryggju síðasta haust með frábærum árangri.

Þörf er á miklu timbri til að hita upp steinana …
Þörf er á miklu timbri til að hita upp steinana í svitahofinu. mbl.is/Árni Sæberg

Um sé að ræða kraftmikla athöfn sem hreinsi hug og líkama og hjálpar hún einstaklingum að tengjast sjálfum sér og öðrum. Hátt hlutfall þeirra karla sem dvelja á Sogni tók þátt í athöfninni og segist Tolli tilbúinn til að setja upp svitahof mánaðarlega en til þess þurfi ferli sem yfirvöld kæmu að. 

Í samtali við Morgunblaðið segir Tolli að athöfnin sé á vegum hóps sjálfboðaliða sem hann sjálfur er í og kallar sig Bataakademían. Hafi hópurinn verið með athöfn á Kvíabryggju síðasta haust með frábærum árangri en markmiðið sé að hjálpa einstaklingum að vinna í sjálfum sér. Segir Tolli svitahofið vera frábæra viðbót við þau meðferðarúrræði sem föngum er boðið upp á. Athöfnin sé kraftmikil og hreinsi bæði hug og líkama.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert