Gosmóða mælist víða á Suðurnesjum

Gosmóða mælist nú víða á Suðurnesjum.
Gosmóða mælist nú víða á Suðurnesjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Gosmóða mælist nú víða á Suðurnesjum en merki þess fóru að sjást á loftgæðamælum Umhverfisstofnunar eftir hádegi í dag í kjölfar þess að vindur snérist í suðaustanátt. 

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir líklegt að loftgæði á svæðinu fari batnandi með kvöldinu þegar vindáttin verður suðaustlægari. Það hafi þó í för með sér að gosmóða er líklegri til að færast yfir höfuðborgarsvæðið. 

„En við erum svolítið lengra í burtu og öll úrkoma sem fellur bindur eitthvað af gasi líka þannig að ég held að gildin verði aldrei há,“ segir Óli um hugsanelga gosmóðu yfir höfuðborgarsvæðinu. 

Úrkoman muni binda eitthvað af gasi

Óli tekur þó fram að gosmóða hafi ekki verið að mælast mikið á Suðurnesjum og því hefur hann litlar áhyggjur af því að hún muni mælst mikil á höfuðborgarsvæðinu. 

Hvað framhaldið varðar segir hann breytilega vindátt á morgun og því viðbúið að gosmóða muni mælast í einhverju magni, hann gerir þó ekki ráð fyrir að það verði í miklu magni. Þá segir hann jafnframt útlit fyrir úrkomu á næstu dögum sem muni binda eitthvað af gasi og koma í veg fyrir að mengunin verði mikil. 

Veðurstofan birti tilkynningu um gosmóðuna á facebook–síðu sinni sem má lesa hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert