Magnús Geir áfram þjóðleikhússtjóri

Magnús Geir, Þjóðleikhússtjóri.
Magnús Geir, Þjóðleikhússtjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnús Geir Þórðarson hefur verið endirráðinn í stöðu þjóðleikhússtjóra, til næstu fimm ára. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins.

Magnús Geir var skipaður þjóðleikhússtjóri árið 2019, en samkvæmt sviðslistalögum er heimilt að endurnýja skipun þjóðleikhússtjóra einu sinni. 

Haft er eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra að Magnús Geir hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri. 

„Magnús Geir tók við sem þjóðleikhússtjóri í janúar 2020 og hafði því verið í starfi í tvo mánuði þegar Covid-heimsfaraldurinn skall á með öllum þeim áskorunum sem fylgdu. Þá kom vel í ljós að hann er vandaður stjórnandi og hefur Magnús Geir reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri sem bæði er vel læs á list og rekstur eins og blómleg starfsemi og rekstur Þjóðleikhússins ber vott um,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í tilkynningunni.

Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu er endurráðningunni einnig fagnað, en þar er tekið fram að frá árinu 2020 hafi stóraukin áhersla verið lögð á frumsköpun og íslenska leikritun í Þjóðleikhúsinu og að sýningar nú í vor hafi verið með þeim mest sóttu í sögu leikhússins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka