Tveggja og hálfs árs dómur fyrir ítrekuð brot

Maðurinn hafði ítrekaði brotið gegn umferðar-, fíkniefna- og vopnalögum.
Maðurinn hafði ítrekaði brotið gegn umferðar-, fíkniefna- og vopnalögum. mbl.is/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja ára og sex mánuða fangelsi vegna ítrekraðra brota á umferðar-, fíkniefna- og vopnalögum. 

Sakarferill mannsins kom til skoðunar við ákvörðun refsingar, en til að mynda hafði hann átta sinnum verið tekinn fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og níu sinnum fyrir akstur sviptur ökuréttindum. 

Sviptur ökurétti ævilangt

Málið var höfðað með tveimur ákærum gefnar út af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Annars vegar með ákæru fyrir ýmis brot í gegnum árin, og hins vegar með ákæru fyrir umferðarlagabrot í febrúar 2024, þar sem hann ók bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 

Dómurinn ákvað, með vísan til þess að hann hafði ítrekað keyrt eftir sviptingu ökuréttinda, að svipta manninn ökurétti ævilangt.

Tekinn með ýmis fíkniefni og Browning-hníf

Til viðbótar við sviptingu réttinda, þurfti maðurinn að sæta upptöku á töluverðu magni maríjúana, 0,84 g af kókaíni, 90 stykkjum af pregabalin, 4 stykkjum af remifentanil og Browning-hníf. 

Þá hafði hann hlotið skilorðsbundin dóm árið 2022, annars vegar fyrir að hafa haft maríjúana í vörslum sínum, og hins vegar fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana-, og fíkniefna svo og svævandi lyfja.  

Vegna rofs á skilorðinu var það dæmt upp og honum dæmd refsing í einu lagi, eins og heimild er fyrir í almennum hegningarlögum. 

Litið til þjófnaðs í Danmörku

Til viðbótar við ofangreind brot var honum gert að sæta dagsektum fyrir þjófnað með dómi Byret í Kaupmannahöfn árið 2020, sem litið var til við ákvörðun refsingar. 

Í fyrri ákærunni var maðurinn ákærður fyrir brot á sóttvarnarlögum, nánar tiltekið fyrir það að hafa ekki sinnt lögboðinni einangrun vegna Covid-smits í byrjun árs 2022. 

Hins vegar skorti sönnun fyrir því að hann hafi rofið einangrun og var hann því sýknaður af þeim kærulið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka