Afmælisráðstefna Veðurstofu kostaði 36 milljónir

Veðurstofa Íslands hélt upp á ráðstefnu í tilefni af 100 …
Veðurstofa Íslands hélt upp á ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ráðstefna í tilefni hundrað ára afmælis Veðurstofu Íslands kostaði tæplega 36 milljónir króna. Var hún haldin árið 2022 sökum heimsfaraldurs kórónuveiru, en Veðurstofan varð hundrað ára árið 2020.

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Veðurstofunni við fyrirspurn mbl.is.

Útlagður kostnaður vegna ráðstefnunnar var 35.900.000 krónur. Þar af var um 60% fjármagnað með greiðslu ráðstefnugjalda.

Kostnaður vegna gestafyrirlesara 3,6 milljónir

Veðurstofan segir að ráðstefnuhaldið sjálft, salir, skráning, umsýsla og veitingar hafi þar af numið 32.300.000 krónum.

Þá var kostnaður vegna gestafyrirlesara 3.600.000 krónur. Þar á meðal er kostnaður við flug og gistingu.

„Um var að ræða ráðstefna sem upphaflega átti að vera einn af nokkrum viðburðum á 100 ára afmælisári Veðurstofu Íslands 2020. Öllum viðburðum var aflýst sökum covid,“ segir í svari Veðurstofunnar.

13,5 milljónir komu frá ríkinu

Um það bil 60% af kostnaðinum var fjármagnaður með greiðslu ráðstefnugjalda, eða um 21,7 milljónir króna.

Restin af kostnaðinum var fjármagnaður með styrkjum frá opinberum aðilum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið styrkti ráðstefnuna um sex milljónir, Landsvirkjun (sem er í eigu ríkisins) styrkti um fimm milljónir og utanríkisráðuneytið styrkti um 2,5 milljónir.

330 vísindamenn sóttu ráðstefnuna frá 33 löndum í 6 heimsálfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert