Ráðleggja fólki að loka gluggum vegna gasmengunar

Nyrsti hluti sprungunnar á föstudagsmorgun, um 12 klukkustundum eftir að …
Nyrsti hluti sprungunnar á föstudagsmorgun, um 12 klukkustundum eftir að eldgos braust út. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil loftmengun mælist nú í Vogum á Vatnsleysuströnd, bæði vegna brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá gosinu og svifryks vegna gróðurelda og gosmóðu, er segir í Facebook-færslu frá Veðurstofu Íslands. 

Gildin hafa farið vel yfir viðmiðunarmörk og hefur þriggja klukkustunda meðaltal brennisteinsdíoxíðs farið upp í 1000 míkrógrömm/rúmmetra.

Veðurstofan ráðleggur fólki að loka gluggum og halda sig innandyra nema í brýnustu erindum á meðan gildin mælast svona há. Loftmengun vegna eldgosa getur valdið sleni, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk vægra flensueinkenna.

Ríkjandi sunnanátt næstu daga mun bera loftmengun til norðurs en úrkoma getur dregið úr mengun, sérstaklega sem verður vegna gróðurelda. 

Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert