Nýr sendiherra ESB á Íslandi tekinn til starfa

Clara Ganslandt afhenti Höllu trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum nýverið.
Clara Ganslandt afhenti Höllu trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum nýverið. Ljósmynd/Aðsend

Clara Ganslandt er nýr sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi og afhenti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum nýverið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sendinefnd ESB á Íslandi.

„Ísland er meðal nánustu samstarfsþjóða Evrópusambandsins. Í rauninni eiga engin ríki sem standa utan sambandsins jafn náið og sterkt samstarf við Evrópusambandið og EES-ríkin þrjú, Ísland, Noregur og Liechtenstein. Í ár fögnum við 30 ára afmæli EES-samningsins, EES-samstarfið er einstakt og við erum stolt af því,“ er haft eftir Clara Ganslandt.

Lucie Samcová-Hall Allen var áður sendi­herra ESB á Íslandi

Stolt af stuðningi Íslands við Úkraínu

Fram kemur í tilkynningunni að Ganslandt hafi sagt í ræðu sinni á Bessastöðum að Evrópusambandið væri afar stolt af stuðningi Íslands við Úkraínu og sameiginlegrar afstöðu Íslands og ESB hvað varðar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi.

Þá lagði hún áherslu á að Ísland og ESB deila sameiginlegum hugsjónum og sameiginlegum gildum um mannréttindi, lýðræði, frið og virðingu fyrir alþjóðlegum lögum.

Sænskur diplómati

Ganslandt hefur reynslu sem sænskur diplómati og hefur starfað fyrir ESB síðan Svíþjóð gekk inn í sambandið árið 1995.

„Undanfarin ár hefur hún gegnt stöðu sérstaks erindreka Evrópusambandsins í Norðurslóðarmálum (e. Special Envoy for Arctic Matters) sem og stöðu yfirmanns vestur-Evrópudeildar utanríkisþjónustunnar sem m.a. sinnir samskiptum við Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Clara Ganslandt er nýr sendiherra ESB á Íslandi.
Clara Ganslandt er nýr sendiherra ESB á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert