Heimilt að flytja að hámarki tíu daga milli ára

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. mbl.is/Arnþór

Garðabær og Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafa undirritað viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra um orlofsmál. Samkvæmt honum verður bæjarstjóra heimilt að taka að hámarki með sér tíu ónýtta orlofsdaga yfir á næsta orlofsár.

Greint var fyrst frá málinu í frétt í Garðapóstinum þar sem fram kom að bæjarstjóri hafði sjálfur frumkvæði að breytingunni.

Viðaukinn við ráðningarsamning bæjarstjóra var samþykktur í bæjarráði Garðabæjar og lagður fram síðastliðinn fimmtudag á fundi bæjarstjórnar, þar sem hann var samþykktur án umræðu með öllum greiddum atkvæðum.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust á bæjarskrifstofu Garðabæjar var ekki kveðið sérstaklega á um orlofsrétt í ráðningarsamningi sem gerður var við bæjarstjóra við upphaf núverandi kjörtímabils.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert