Árekstur á Suðurlandsvegi við Ölvisholt

Fimm umferðaróhöpp voru skráð um helgina hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Fimm umferðaróhöpp voru skráð um helgina hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ljósmynd/Lögreglan

Tveggja bifreiða árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Einstaklingar sem voru í bifreiðunum voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun, að því er lögreglan á Suðurlandi segir frá á Facebook.

Fjögur önnur umferðaróhöpp hafa verið skráð í umdæminu um helgina, en engin meiðsli urðu á fólki í þeim tilvikum.

Þá hafa tíu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók var á 139 km/klst. hraða á Suðurlandsvegi á Hellisheiði.

Ók með laust barn í bifreiðinni

Tveir ökumenn voru teknir ökuréttindalausir, tveir grunaður um akstur undir áhrifum og einn kærður fyrir að vera með laust barn í bifreið sinni.

Þrjú þjófnaðarmál komu upp í umdæminu og eru þau í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert