Leita að fleiri hvítabjörnum

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í flug til þess að kanna hvort fleiri hvítabirni sé að finna á landinu.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, átti þyrlan að leggja af stað klukkan 10 til Ísafjarðar. Þangað sækir hún lögreglumann og eftir það verður flogið yfir Hornstrandir og fleiri firði.

Engar vísbendingar hafa borist um að fleiri hvítabirnir séu á landinu.

Búist er við því að þyrlan verði komin aftur til Reykjavíkur seinnipartinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert