Vegagerðin varar við hálkublettum

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is/Gúna

Vegagerðin varar við hálkublettum á fjallvegum víða um land, þar á meðal á Holtavörðuheiði á Vesturlandi og á Fjarðarheiði á Austurlandi.

Hálkublettir eru einnig á Fagradal á Austurlandi og á Vatnsskarði og á Þverárfjalli á Norðurlandi.

Sömuleiðis er varað við hálkublettum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Mývatnsheiði og á Hólasandi á Norðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert