Handteknir en neita að gefa upp nafn

Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan í Reykjavík handtók tvo erlenda ríkisborgara vegna gruns um sölu á fíkniefnum í Laugardalnum. Þeir gáfu hvorugir upp nafn.

Lögregla lagði hald á bæði fjármuni og fíkniefni. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Eldur í nýbyggingu

Í dagbókinni segir einnig að ekið hafi verið á hjólreiðamann í miðbæ Reykjavíkur og hlaut hann áverka á andliti.

Þrjár tilkynningar bárust um þjófnað úr verslunum og innbrot í bifreið.

Á lögreglustöð 2, sem sinnir verkefnum í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um bruna í nýbyggingu. Segir í dagbók lögreglunnar að engan eld hafi verið sjá við komu á vettvang en miklar skemmdir hafi verið innandyra og málið sé í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert