Vinningsmiði keyptur í Kópavogi

Íslendingur vann tvær milljónir króna í kvöld.
Íslendingur vann tvær milljónir króna í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í út­drætti kvölds­ins í Euro Jackpot, en tveir hlutu ann­an vinn­ing. Hvor þeirra fær tæpar 109 milljónir króna í sinn hlut. Voru miðarnir keyptir í Noregi og Þýskalandi.

Tólf hlutu þriðja vinning. Hver þeirra fær yfir tíu milljónir króna. Voru átta miðar þar keyptir í Þýskalandi en einnig voru miðar keyptir í Svíþjóð, Spáni, Noregi og Eistlandi.

Einn með fyrsta vinning í Jóker

Hepp­inn miðahafi hlaut fyrsta vinn­ing í Jóker kvölds­ins og fær hann tvær millj­ón­ir króna í sinn hlut. Var sá miði keyptur á Vídeomarkaðnum í Kópavogi.

Þá voru tveir sem hlutu annan vinning og fengu þeir 100.000 krónur í sinn hlut. Var annar miðinn í áskrift en hinn keyptur í Lottó-appinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert