Vilja ívilnanir fyrir nýja verslun

Skiptar skoðanir á tillögu sem samþykkt var í skipulagsnefnd.
Skiptar skoðanir á tillögu sem samþykkt var í skipulagsnefnd. mbl.is/Árni Sæberg

„Tillagan er ekki til höfuðs neinum. Hún er svar við ákalli íbúa,“ segir Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG í sveitarstjórn Skagafjarðar. Tillaga Álfhildar í skipulagsnefnd sveitarfélagsins um að liðka til fyrir komu lágvöruverðsverslunar á Sauðárkrók var samþykkt með atkvæði hennar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá við afgreiðsluna. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda meirihluta í sveitarstjórn og verður tillagan tekin þar fyrir á næsta fundi í október.

Álfhildur lagði til að sveitarstjórn nýtti sér 8. grein um vilyrði í reglugerð um úthlutun byggingarlóða til að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágverðsverslun á nýju athafnasvæði á Sauðárkróki. Það ákvæði felur í sér að sveitarstjórn sé í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum eða svæðum fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar. Sú lóð verði með ívilnunum þar sem veittur verði verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðargjöldum eða þau felld niður.

Í tillögunni er vísað til þess að engin lágverðsverslun sé á svæðinu frá Borgarnesi til Akureyrar. Slík verslun myndi því þjóna stóru svæði eða tæplega sjö þúsund íbúum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert