„Er fyrir neðan allar hellur“

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fór langt út fyrir valdheimildir sínar með frumkvæðisathugun sinni á lögmæti netsölu áfengis og brýtur athugun nefndarinnar í bága við ákvæði þingskapalaga.

Svo segir í bókun tveggja nefndarmanna, þeirra Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem lögð hefur verið fram í nefndinni.

Segir í bókuninni að í kjölfar tillögu formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 21. maí sl. hafi nefndin hafið frumkvæðismál í þeim yfirlýsta tilgangi að kanna lögmæti netsölu áfengis. Með ákvörðun sinni um að hefja frumkvæðismál í þessum tilgangi hafi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd farið langt út fyrir sínar valdheimildir. Lög um þingsköp Alþingis kveði á um að nefndin geti hafið frumkvæðismál í þeim tilgangi að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra, en um ekkert slíkt sé að ræða í frumkvæðisathuguninni.

Formaður nefndarinnar er Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.

„Við í Sjálfstæðisflokknum höfum engan áhuga á því að taka þátt í þessum pólitíska skollaleik Samfylkingarinnar og misnotkun á heimildum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Borgarar landsins eru í þokkabót kallaðir í pólitíska yfirheyrslu í nefndinni, sem er fyrir neðan allar hellur og við getum ekki tekið þátt í því,“ segir Hildur Sverrisdóttir í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert