Þurrt sunnan heiða

Hitaspá klukkan 10 í dag.
Hitaspá klukkan 10 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag verður norðvestlæg átt, víða 3-10 m/s. Það verður dálítil rigning eða slydda á Vestfjörðum með morgninum og síðar einnig á Norður- og Austurlandi. Það verður hins vegar skýjað með köflum og yfirleitt þurrt sunnan heiða. Hitinn verður 0-9 stig.

Á morgun er spáð norðan- og norðaustan 3-10 m/s. Það verður lítilsháttar væta með köflum í fyrramálið en snjómugga norðaustan til. Það styttir síðan upp en áfram verður smá rigning suðaustanlands og stöku él á Norðausturlandi annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert