Léttir til vestanlands en él fyrir norðan

Hitaspá klukkan 10 í dag.
Hitaspá klukkan 10 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verður norðlæg átt á landinu í dag, 3-10 m/s en 8-13 austast. Það verða stöku él norðaustantil og dálítil rigning á Suðausturlandi en það léttir heldur til vestanlands.

Hitinn verður 2 til 9 stig yfir daginn en í kringum frostmark um landið norðaustanvert.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að yfir landinu sé dálítið lægðardrag sem þokist suður.

Á morgun verður austan 8-13 m/s við suðvesturströndina, annars hægari vindur. Víða rigning eða slydda, en úrkomulítið austanlands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, mildast suðvestantil.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert