Minkur í miðbænum

Þessi minkur spókaði sig um í miðbænum í gær.
Þessi minkur spókaði sig um í miðbænum í gær. mbl.is/Ásdís

Fjölmargir eru jafnan á ferðinni við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu og ferðamenn þar fremstir í flokki. Fuglar sjást einnig á sveimi, hundar, kettir og mýs. Minkar eru hins vegar sjaldséðari en einn slíkur var á ferðinni þarna í gær, þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferðinni.

Skaust hann yfir planið og fram hjá listaverkinu Himinglævu eftir Elínu Hansdóttur. Ekki liggur ljóst fyrir hvaðan minkurinn kom en líklegt má telja að undirheimar Reykjavíkur séu hans heimkynni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert