Tæpir 40 milljarðar króna í bætur

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði munu nema um 37 milljörðum króna á næsta ári ef áætlun í fjárlögum gengur eftir.

Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði námu um 24 milljörðum króna árið 2019. Þær jukust síðan í 82 milljarða árið 2020 en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga í mars það ár. Álíka fjárhæð var greidd úr sjóðnum 2021 en árið 2022 hafði hún nærri helmingast í 46 milljarða króna. Hún hefur svo verið á niðurleið en nú er hins vegar gert ráð fyrir að hún muni hækka á nýjan leik. 

Ásta Ásgeirsdóttir, deildarstjóri greiningardeildar hjá Vinnumálastofnun, segir kostnað við atvinnuleysistryggingasjóð í fjárlögum 2025 nokkuð svipaðan og undanfarin ár.

Samkvæmt ágústskýrslu Vinnumálastofnunar var 3,2% atvinnuleysi á Íslandi í mánuðinum borið saman við 2,9% atvinnuleysi í ágúst í fyrra.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert