Mislægum gatnamótum ekki flýtt

Tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var vísað frá.
Tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var vísað frá. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fulltrúar meirihlutaflokkanna í Reykjavík hafa vísað frá tillögu Sjálfstæðisflokksins um að endurgerð gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verði hraðað.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins í umhverfis- og skipulagsráði:

„Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar skuli vísa frá tillögu Sjálfstæðisflokksins um að hraða undirbúningi við endurgerð gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í því skyni að auka umferðaröryggi, bæta umferðarflæði og draga úr mengun. Vel væri hægt að flýta hönnun gatnamótanna og ljúka framkvæmdum við þau árið 2026 í stað 2030 eins og nú er miðað við. Frávísunin er greinilega í samræmi við þá stefnu meirihlutans að tefja fyrir samgöngubótum í borginni eins og kostur er og koma jafnvel í veg fyrir þær.“

Fulltrúar meirihlutaflokkanna á fundinum, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson og Pawel Bartoszek, stóðu að frávísun málsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, greiddu atkvæði með tillögunni.

Mikil umferð er um þessi gatnamót og umferðarteppur á álagstímum. Um árabil hafa verið áform um að gera gatnamótin mislæg.

Fréttin birtist í Morgunblaðinu sem kom út á laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert