„Langt suður í hafi er víðáttumikil og dýpkandi lægð á hreyfingu norðnorðaustur.“
Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Vegna lægðarinnar er vindur norðaustlægur á landinu í dag, allhvass eða hvass allra syðst, en annars mun hægari.
Búast má við dálítilli él á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjartviðri í öðrum landshlutum.
Frost verður á bilinu 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Lægðin fjarlægist heldur í kvöld, en dregur þá jafnframt úr vindi.
Á morgun nálgast lægðardrag frá lægðinni að austan. Hvessir þá talsvert austantil með dálitlum éljum, en annars strekkingur og víða léttskýjað.