Ætla að fara yfir hvað fór úrskeiðis

Málið fékk ekki rétta meðferð hjá umhverfis- og skipulagssviði.
Málið fékk ekki rétta meðferð hjá umhverfis- og skipulagssviði. mbl.is/Ómar

Reykjavíkurborg tekur alvarlega þær athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur gert vegna afgreiðslu umhverfis- og skipulagssviðs á beiðni einstaklings um aðgang að gögnum og að erfiðlega gekk fyrir umboðsmann að fá fullnægjandi upplýsingar frá borginni vegna málsins.

Þetta kemur fram í svari Auðuns Helgasonar, deildarstjóra lögfræðideildar Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eins og fram kom í blaðinu í gær tók það borgina meira en tvö ár að svara einstaklingi sem bað um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði.

„Athugasemdir umboðsmanns varða tiltekið mál (gagnabeiðni) sem því miður fékk ekki rétta meðferð hjá umhverfis- og skipulagssviði. Við tökum þessar athugasemdir umboðsmanns alvarlega og munum fara yfir hvað fór úrskeiðis. Í þessu máli virðist gildandi verklagi ekki hafa verið fylgt,“ segir Auðun í svari til Morgunblaðsins.

Fram kom í frétt Morgunblaðsins að umboðsmaður hefur ákveðið að taka til skoðunar hvort rétt sé að hefja frumkvæðisathugun á því hvernig aðgangi almennings að starfsmönnum og þjónustu sviðsins sé háttað. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert