Leitin hefur ekki borið árangur

Ekki hefur sést til Áslaugar Helgu síðan á sunnudag.
Ekki hefur sést til Áslaugar Helgu síðan á sunnudag. Ljósmynd/Aðsend

Leitin að Áslaugu Helgu B. Traustadóttur sem lögreglan á Vestfjörðum lýsti eftir í gær hefur ekki borið árangur.

Þetta segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is. Hann segir að leit standi enn yfir að konunni sem fór að heiman frá sér á Tálknafirði á sunnudaginn.

Hlynur segir að leitarsvæðið sé á Tálknafirði og nærumhverfi en bíll konunnar fannst við fjöruna.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa séð til Áslaugar síðan á sunnudaginn eða hafa upplýsingar um ferðir hennar að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í gegnum 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert