Dúxinn mætti ekki á útskriftina

Útskriftarhópurinn í dag.
Útskriftarhópurinn í dag. Ljósmynd/Aðsend

Alls útskrifuðust 72 nemendur frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla í dag. Tveir þeirra útskrifuðust af tveimur brautum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Kristján Arnfinnsson var dúx skólans með meðaleinkunnina 8,37 af opinni stúdentsbraut en hann mætti því miður ekki á útskriftina, að því er segir í tilkynningu.

72 útskrifuðust frá FÁ í dag.
72 útskrifuðust frá FÁ í dag. Ljósmynd/Aðsend

Viðurkenningar veittar fyrir árangur

Helena Harðardóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar, Kristján Arnfinnsson fyrir frábæran árangur í efnafræði og jarðfræði.

Kristófer Jón Sæmundsson fékk verðlaun fyrir góðan árangur á nýsköpunar- og listabraut og þá sérstaklega í kvikmyndagerð.

Berglind Eva Eggertsdóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, Phlipp Anwar Loose fyrir góðan árangur í ensku og Eva Björg Þorleifsdóttir fyrir frábæran árangur í sérgreinum heilbrigðisritara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka