Ólíkar dánarorsakir karla og kvenna

Dánartíðni hefur farið lækkandi.
Dánartíðni hefur farið lækkandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Algengustu dánarorsakir karla á árinu 2023 voru sjúkdómar í blóðrásarkerfi, svo sem hjartaáföll og heilaslag, og þar á eftir voru krabbamein. Hjá konum var algengasta dánarorsökin krabbamein en sjúkdómar í blóðrásarkerfi voru næstalgengastir, að því er kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins.

Árið 2023 létust 2.575 einstaklingar sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát, 1.378 karlar og 1.197 konur. Þá létust 39 einstaklingar hér á landi með skráð lögheimili erlendis.

Hlutfall látinna undir sjötugu var 25% af heildarfjölda látinna, 28% hjá körlum og 21% hjá konum, sem er svipað meðaltali síðustu tíu ára.

Dánartíðni hér á landi hefur lækkað jafnt og þétt síðasta áratuginn ef árið 2022 er undanskilið en þá hækkaði dánartíðnin nokkuð. Segir landlæknisembættið að það megi að mestu rekja til fjölda andláta vegna covid-19, sem voru alls 213 á árinu.

Dánartíðnin lækkaði aftur árið 2023, einkum hjá konum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert