Átti ekki von á þessari niðurstöðu

Hildur Björnsdóttir á fundinum í Valhöll þar sem framboðslistinn var …
Hildur Björnsdóttir á fundinum í Valhöll þar sem framboðslistinn var kynntur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir, í samtali við mbl.is, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Áhugi á pólitík hefur alltaf blundað í henni. 

Hún segir það óvanalegt að einhver sem sé óreyndur á þessu sviði fái þetta tækifæri. „Þannig að ég átti nú kannski ekki von á að niðurstaðan yrði þessi,“ segir Hildur en hún hafði áður sagt nokkrum „vel völdum“ að framboð væri eitthvað sem hún hefði mögulega áhuga á.

Hildur er menntaður lögfræðingur og hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Fyrstu árin starfaði hún á lögmannsstofunni Rétti og flutti svo til London þar sem hún starfaði á lögmannsstofunni Logos.

Mörg að hittast í fyrsta skipti

Aðspurð segir hún framboðið leggjast mjög vel í sig. „Þetta er nýtt hlutverk sem ég hef ekki sinnt áður en ég er mjög þakklát fyrir tækifærið og hlakka til að spreyta mig.“

„Nú förum við bara að stilla sama hópinn, við erum mörg að hittast í fyrsta skipti og svo bara hefjum við baráttuna og erum mjög spennt fyrir því,“ segir hún um næstu skref.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert