Þórólfur leiðir lista Pírata í Reykjanesbæ

Guðmundur Arnar, Jón Páll, Þórólfur Júlían, Margret Sigrún og Hrafnkell …
Guðmundur Arnar, Jón Páll, Þórólfur Júlían, Margret Sigrún og Hrafnkell Brimar sem skipa efstu sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Píratar

Þórólfur Júlían Dagsson mun leiða lista Pírata í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í maí. Þetta varð ljóst eftir að úrslit prófkjörs flokksins varð ljóst. Í öðru sæti listans er Hrafnkell Brimar Hallmundsson.

Margrét Sigrún Þórólfsdóttir skipar þriðja sætið og Guðmundur Arnar Guðmundsson er í því fjórða. Þá er Jón Páll Garðarsson í fimmta sæti listans. Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að þau hafi öll samþykkt að taka sæti á listanum.

Í framhaldinu verður farið í að velja í önnur sæti á listanum, en hægt var að sækjast eftir sætum á honum. Verður listinn kynntur í heild sinni eftir páska. Þá var kosningaskrifstofa Pírata að Ásbrú einnig opnuð í dag og er stefnt að því að opna kosningaskrifstofur víðar í kjördæminu á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert