Elliði næði ekki kjöri

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. …
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Miðað við könnun Fréttablaðsins næði hann ekki kjöri í bæjarstjórn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoð­anakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert.

Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 pró­sent. Nýtt framboð, sem heitir Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. Þá fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki.

Elliði Vignisson er í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að Sjálfstæðisflokkurinn stefni á að fá fjóra menn kjörna og býst því ekki við að verða kjörinn bæjarfulltrúi. Hann er þó bæjarstjóraefni listans.

Frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert